Seðlabanki Japans lækkaði vexti úr 0,3% í 0,1% í dag og sagðist mundi kaupa skuldir fyrirtækja. Þetta eru viðbrögð við því að dýpkandi kreppa gerir fyrirtækjum erfiðara að fjármagna sig, að því er segir í frétt Bloomberg.

Þrátt fyrir þessa aðgerð lækkuðu hlutabréf í Japan um 0,9% samkvæmt Nikkei Average. Hlutabréf í Hong Kong lækkuðu um 2,2%, en í Sjanghæ hækkuðu hlutabréf um 0,5%. DJ Asia-Pacific vísitalan lækkaði um 0,2%.