Riksbanken, seðlabanki Svíþjóðar, greindi frá því í dag að stýrivextir bankans myndu hækka um 25 punkta í 2,5%.

Ákvörðunin kemur í kjölfar ákvarðanna annarra seðlabanka, svo sem evrópska seðlabankans, um að hækka stýrivexti og sérfræðingar benda á að vaxtastig í heiminum sé á uppleið þar sem verðbólga er almennt stígandi.

Seðlabanki Íslands hækkaði nýlega stýrivexti sína um 50 punkta í 13,5%. Sérfræðingar búast við einni hækkun í viðbót áður en vextir taka að lækka á ný.

Sænski seðlabankinn hefur hækkað vexti fjórum sinnum á árinu, en stýrivextir hans voru 1,5% í byrjun árs.