Í ljósi eftirspurnar á markaði eftir óverðtryggðum bréfum hefur seðlabankinn ákveðið að auka við útgáfuna um allt að 60 milljarða kr. á árinu, ef markaðsaðstæður leyfa. Andvirði útgáfunnar verður varið til þess að efla sjóðstöðu ríkissjóðs í Seðlabanka Íslands en útgáfan hefur nú verið aukin í 205 milljarða króna.

Í ársbyrjun 2009 var tilkynnt um áætlaða útgáfu ríkisbréfa fyrir um 145 milljarða króna á árinu og  segir í frétt Seðlabankans að sala hefur gengið vel og var markmiði ársáætlunar náðist í ágúst sl. Hér er um að ræða bréf til skemmri tíma en eins árs.

Að sögn Björgvins Sighvatssonar hjá Seðlabankanum hafa bæði innlendir og erlendir fjárfestar keypt þessi bréf. Erlendir aðilar áttu samtals 165 milljarða króna í skuldabréfum Seðlabankans miðað við 31. júlí sl.