Seðlabankinn kannar hvort reglur um gjaldeyrishöft hafi verið brotin þegar eignarhaldsfélög gáfu út skuldabréf sem hægt var að kaupa fyrir aflandskrónur.

Þetta staðfesti Már Guðmundsson seðlabankastjóri í síðustu viku.

Forsvarsmenn þessara félaga, sem Viðskiptablaðið talaði við, sögðu af og frá að einhver misnotkun hefði átt sér stað. Þeir óskuðu eftir nafnleynd því nú væru allir svo háðir fyrirgreiðslu embættis- og stjórnmálamanna að engan mætti styggja.

Þeir lýsa tilgangi skuldabréfaútgáfunnar, sem heimilt var að kaupa fyrir aflandskrónur, þannig að nota átti krónurnar til fjárfestinga á Íslandi. Þetta væri sama leið og Magma Energy hefði farið til að kaupa hlutinn í HS Orku.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .