Samkvæmt grunnspá Seðlabanka Íslands, sem gefin var út í Peningamálum í dag, verður yfirvofandi efnahagslægð sú dýpsta sem þjóðin hefur séð frá lokum seinni heimsstyrjaldar.

„Mikil óvissa ríkir þó um dýpt hennar. Það ræst að miklu leyti af því hve skjótt tekst að vekja á ný traust á krónuna og koma á stöðugleika í gengismálum,“ segir í Peningamálum.

Þar segir einnig: „Efnahagsreikningur heimila og fyrirtækja hefur orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna gengislækunarinnar, aukinnar verðbólgu og lækkunar eignaverðs sem teflir greiðslugetu margra þeirra í tvísýnu og magnar samdrátt eftirspurnar. Endurfjármögnun fjármálakerfisins mun einnig kosta ríkissjóð umtalsvert fé, sem að lokum mun falla á heimili og fyrirtæki í landinu í fomi hærri skatta, hærri vaxta og aðhalds í útgjöldum.“