Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 403 milljörðum króna í lok nóvember, samanborið við 506 milljarða króna í lok október sl.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans en erlendar skuldir Seðlabanka Íslands voru 185 milljarðar króna í lok nóvember en voru 260 milljarðar króna í lok október.

Fram kemur að skuld við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn jókst um 22 milljarða á milli september og október og er skýringin sú að þann 28. október sl. samþykkti Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda.

Áður eða þann 19. nóvember 2008 hafði Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn samþykkt að veita Íslendingum lán, hluti af því kom til greiðslu í nóvember 2008.