Tæplega 5 þúsund heimili eru í afar viðkvæmri stöðu og í mikilli hættu á að fara í þrot ef þau verða fyrir tekjumissi og ráða ekki við greiðslubyrði húsnæðislána. Þetta kemur fram í skýrslu starfshóps Seðlabankans sem birt var dag.

Starfshópurinn vinnur við að meta stöðu heimilanna í landinu. Þegar litið er til heimila með neikvæða eiginfjárstöðu í húsnæði kemur í ljós að rúmlega 6% heimila í gagnagrunni starfshópsins eru með meira en 5 milljónir kr. í neikvæðri eiginfjárstöðu en eru með tæplega 20% af heildarhúsnæðisskuldum.

Hins vegar eru u.þ.b. 60% heimila með meira en 5 milljónir kr. í jákvæðri eiginfjárstöðu en eru með 44% af heildarhúsnæðisskuldum.