Ársreikningar íslenskra fjármálafyrirtækja fyrir árið 2007, sérstaklega þriggja stærstu bankanna, sýna enn sem fyrr að þeir eru þróttmiklir og eiginfjárstaða, arðsemi og lausafjárstaða þeirra er viðunandi.

Álagspróf Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabankans staðfesta þetta og rekstraruppgjör bankanna fyrir fyrsta fjórðung þessa árs voru í samræmi við það mat.

Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar, seðlabankastjóra, þegar hann kynnti skýrslu bankans um fjármálastöðugleika.

Hann tók þó jafnframt fram að horfur væru á auknum vanskilum og gjaldþrotum bæði fyrirtækja og einstaklinga vegna efnahagslegra þrenginga og skertu aðgengi að fjármagni en ítrekaði jafnframt að bankarnir væru ágætlega í stakk búnir til að takast á við vaxandi vanskil og útlánatöp.

_____________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .