Seðlabanki Íslands hefur frestað birtingu á gögnum sem heyra undir hagtölur fram á mánudag.

Áætlað var að birta tölur um greiðslujöfnun, erlenda stöðu þjóðarbúsins og erlendar skuldir í dag en samkvæmt upplýsingum á vef Seðlabankans verða þær tölur birtar á mánudaginn.

Þá stóð einnig til að birta upplýsingar um ýmis lánafyrirtæki en því verður frestað um óákveðinn tíma.

Að lokum stóð til að birta upplýsingar um verðbréfa- og fjárfestingasjóði en því verða þó takmörk sett þar sem enn er er óvissa um verðmat á eignum lokaðra sjóða en vegna þeirra aðstæðna sem sköpuðust í íslensku fjármálakerfi í byrjun október lokaðist fyrir viðskipti með hlutdeildarskírteini flestra verðbréfa- og fjárfestingarsjóða.

Hagvísar Seðlabankans voru þó birtir í dag samkvæmt áætlun.