Ákveðið hefur verið að fresta reglulegu birtingu um erlenda stöðu Seðlabankans annars vegar og gjaldeyrisforða hins vegar um tvo daga.

Birta átti upplýsingar í dag samkvæmt birtingaráætlun, en í staðinn hefur verið ákveðið að birta nýjustu upplýsingar á fimmtudaginn.

Í gær frestaði Seðlabankinn reglulegri birtingu um efnahag bankans, einnig um tvo daga.

Engar skýringar hafa verið gefnar af hálfu Seðlabankans um frestun á birtingu gagnanna.