Seðlabankinn mun í dag, eins og í gær, eiga viðskipti á millibankamarkaði á gengi evru 131 kr.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum.

Þar kemur fram að í gær hafi bankinn selt  6 milljónir evra fyrir 786 milljónir króna.

„Í þessu felst ekki að gengið hafi verið fastsett. Aðeins það að Seðlabankinn telur að hið lága gengi krónunnar sem myndast hefur að undanförnu sé óraunhæft,“ segir í tilkynningunni.

„Mælist bankinn til þess að viðskiptavakar á millibankamarkaði hér styðji við þá viðleitni bankans að styrkja gengið.“