Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 307,7 milljörðum króna í lok ágúst og hækkaði um 80,7 milljarða í mánuðinum.

Erlend verðbréf jukust um 33,2 milljarða króna í ágúst og erlendir seðlar og innstæður jukust um 47,6 milljarða.

Þetta kemur fram í Hagtölum Seðlabankans.

Þá námu erlendar eignir Seðlabankans 307,9 milljörðum króna í lok ágúst samanborið við 227,2 milljarða króna í lok júlí.

Erlendar skuldir Seðlabanka Íslands voru 0,13 milljarðar króna í lok ágúst en voru 1,27 milljarðar í lok júlí.