Dótturfélag Seðlabanka Íslands gæti eignast stóran hlut í tryggingafélaginu Sjóvá takist ekki að selja félagið fyrir komandi áramót. Dótturfélagið, Eignarsafn Seðlabanka Íslands (ESÍ), á handveð í öllum hlutum SA Trygginga, félags sem stofnað var utan um tryggingarekstur Sjóvá vorið 2009 eftir að gamla Sjóvá varð ógjaldfært.

Félaginu voru lagðir til sextán milljarðar króna svo það uppfyllti reglur um lágmarksgjaldþol og þar af lagði íslenska ríkið því til 11,6 milljarða króna. Þær kröfur voru síðan fluttar yfir í ESÍ í desember í fyrra. Framlag hins opinbera var bundið tveimur skilyrðum: Annað hvort fengist það greitt fyrir árslok 2010 eða þegar Sjóvá yrði selt. Sölu á Sjóvá hefur hins vegar verið frestað og því gæti komið upp sú staða að ESÍ myndi ganga á veð sitt.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .