Áætlaður rekstrarhagnaður Seðlabanka Íslands á seinasta ári nemur 4,8 milljarði króna og seinasta ár var nokkur hagnaður, um 45 milljónir króna, en nokkur ár á undan hefur verið smávægilegur hallarekstur á bankanum.

Hagnaðaraukningin kemur þó ekki til af góðu, þar eð bankinn hefur tekjur af lánum gegn veði og gjaldeyrisforða, og þar sem fjöldi lána hefur aukist gríðarlega aukast tekjur bankans að sama skapi.

Á móti kemur að bankinn hefur mikinn kostnað af gjöldum tengdum viðskiptareikningum bankanna og ríkissjóðs. Má segja að þumalputtareglan sé sú að þegar bankarnir græða mjög tapar Seðlabankinn og öfugt.

Áætlað gengistap Seðlabanka Íslands á árinu 2007 nemur um 5,8 milljörðum króna og er um að ræða gengistap tengt öllum viðskiptum bankans á árinu og einnig breytingum á gengi krónunnar. Gengishagnaður bankans árið áður var 11,8 milljarðar, en gengistap 2005 nam 2,6 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í bráðabirgða efnahagsreikning bankans, en lokaniðurstöðu er að vænta um eða upp úr næstu mánaðamótum.