Alþjóðlega fjármálafréttaveitan Market News International segir í fréttaskeyti (e. news snap) að Seðlabanki Íslands hafi ákveðið að hækka stýrivexti.

Fréttaveitan hefur þetta eftir aðstoðarseðlabankastjóra (e. assistant central bank governor), sem er ekki nafngreindur.

Seðlabankinn mun tilkynna stýrivaxtaákvörðun sína þann 18. maí og þykir það óvenjulegt ef meðlimir bankastjórnarinnar tjá sig um ákvörðun um að hækka vexti fyrir vaxtaákvörðunardag.

Hins vegar hefur Seðlanbankinn gefið það til kynna að hann mun ekki hika við að sinna hlutverki sínu og draga úr verðbólgu, sem er vel yfir 2,5% þolmörkum bankans. Eina verkfæri bankans í baráttunni eru stýrivextirnir, sem nú eru 11,5%

Ekki náðist í bankastjórn Seðlabankans í morgun til að staðfesta fréttina.