Tilmæli Seðlabanka Íslands frá því snemma í október um tímabundna temprun á útflæði gjaldeyris eru afturkölluð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum í kjölfar nýrra laga um gjaldeyrismal sem samþykkt voru á Alþingi í nótt. Þær breytingar gera Seðlabankanum heimilt, að höfðu samþykki viðskiptaráðherra, að setja reglur um takmarkanir á fjármagnsflutningum á milli landa.

Í tilkynningu Seðlabankans kemur fram að þessi heimild hefur nú verið nýtt og mun Seðlabankinn birta reglur um gjaldeyrismál á grundvelli laganna á heimasíðu sinni.

Sjá nánar á vef Seðlabankans.