Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12%. Þetta kemur ekki á óvart og er í samræmi við spár um vaxtaákvörðunina.

Við síðustu vaxtaákvörðun gaf peningastefnunefndin til kynna, ólíkt því sem áður hafði verið, að vextir kynnu frekar að hækka en lækka ef gengi krónunnar og aðrir þættir þróuðust á neikvæðan hátt. Frá þeim tíma, 2. júlí sl., hefur gengið veikst um 2%. Gengisvísitalan stendur nú í 234,4 stigum.

Vextir á viðskiptareikningum í Seðlabankanum eru einnig óbreyttir, 9,5%.