Seðlabankinn tilkynnti nú kl. 9 um 0,5% hækkun stýrivaxta. Stýrivextir hækka því úr 15% í 15,5%.

Í dag er reglulegur vaxtaákvörðunardagur hjá Seðlabankanum. Auk þess verða Peningamál Seðlabankans gefin út í dag og rökstuðningur fyrir ákvörðun bankastjórnarinnar verður kynntur kl. 11.

Skiptar skoðanir voru meðal greiningardeilda bankanna um hvers væri að vænta í dag. Kaupþing hafði spáð óbreyttum vöxtum en Glitnir og Landsbanki 0,5% hækkun vaxta.