Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,75 prósentur (75 punkta) frá og með 4. október næstkomandi í 10,25%, segir í tilkynningu.

Seðlabankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 4,95 prósentur síðan í maí 2004. Aðrir vextir bankans verða einnig hækkaðir um 0,75 prósentur frá 1. október næstkomandi.

Markaðsaðilar reiknuðu með 50 puntka hækkun og er hækkunin því 25 punktum hærri en búist var við.