Seðlabankinn hefur ákveðið að hækka stýrivexti sína um 0,25% og mun sú ákvörðun koma til framkvæmda á þriðjudaginn næstkomandi. Viðskiptabankarnir spáðu því allir að bankinn myndi hækka vexti. KB banki spáði því að bankinn myni hækka vexti á bilinu 25 til 50 punkta. KB banki sagði rök Seðlabankans fyrir 25 punkta hækkun geta verið þau að strax í næsta mánuði hefur Seðlabankinn tækifæri til að hækka vexti enn frekar ef honum sýnist svo en þá mun fyrsti mánaðarlegi vaxtaákvörðunarfundur Seðlabankans vera.