Seðlabankinn tilkynnti um 25 punkta vaxtahækkun samhliða útgáfu Peningamála eftir lokun markaða í dag. Rökstuðningur fyrir þessari hækkun er nær hinn sami og við síðustu hækkun, að núverandi aðstæður í efnahagslífinu kalli á aukið peningalegt aðhald. Samhliða þessari hækkun lýsir bankinn aukinni þörf fyrir aukið aðhald á næstu mánuðum. Þetta eru nokkuð minni hækkun en væntingar markaðarins gerðu ráð fyrir en til að mynda spáði Greiningardeild KB banka um 50 punkta hækkun.

Hér verður þó að minna á að ársfundur Seðlabankans verður haldinn þann 30. mars og þá er sá möguleiki opinn að bæta við frekari hækkunum. Mjög líklegt er að töluverð styrking krónunnar á síðustu vikum gæti að einhverju leyti gengið til baka.

Byggt á Hálffimm fréttum KB banka.