Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 75 punkta frá og með 11. júlí næstkomandi í 13%, segir í tilkynningu frá bankanum.

Aðrir vextir bankans verða einnig hækkaðir 11. júlí næstkomand, daglánavextir og vextir af bundnum innstæðum um 50 punkta en aðrir vextir um 75 punkta.

Greiningaraðilar spáðu vaxtahækkun á bilinu 50-75 punktar og er ákvörðun Seðlabankans í takt við væntingar.