Seðlabankinn í Sviss er hættur að taka við ríkistryggðum skuldabréfum Portúgals sem veð í veðlánaviðskiptum sínum. Bankinn staðfestir þetta í gær og sagt er frá á vef Financial Times.

Portúgal er því komið á sama lista og Írland en Seðlabankinn neitar einnig að taka veð í skuldabréfum írska ríkisins vegna bágrar efnahagsstöðu. Ákvörðun bankans er tekin í kjölfar lækkana á lánshæfiseinkunn ríkjanna. Lágmarkseinkunn til að fá lán frá seðlabankanum í Sviss er AA-/Aa3 og uppfyllir Portúgal það ekki.

Í frétt Financial Times kemur fram að Seðlabankinn í Swiss hafi ekki tilgreint nákvæmlega hvenær ákvörðun um að taka ekki við skuldabréfum Portúgals var tekin né hvort fleiri lönd evrusvæðisins mættu búast við því sama.