Seðlabankinn fór hins vegar tvívegis inn á gjaldeyrismarkaðinn í dag, en hann hefur ekki farið inn á markaðinn í um það bil mánuð að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans.

Þar kemur fram að miðgengi evrunnar er nú 183,83 krónur samanborið við 184,51 krónur í gær (0,4% lækkun) og gengi bandaríkjadals 122,79 krónur samanborið við 123,51 krónur í gær (0,6% lækkun).

Litlar breytingar í ágætisviðskiptum á skuldabréfamarkaði

Í Hagsjá kemur einnig fram að litlar breytingar urðu á ávöxtunarkröfu skuldabréfa í dag, en heildarvelta dagsins var 15,7 milljarðar krónur. Samtals voru viðskipti fyrir 6,5 milljarða á tveimur lengstu flokkum ríkisbréfa.

Krafa RIKB 25 hækkaði um 4 punkta en krafa annarra ríkisbréfa lækkaði um 2 til 5 punkta er frá eru talin tvö stystu ríkisbréfin. Krafa þeirra hækkaði um 8 og 1 punkt. Krafa stysta íbúðabréfsins hækkaði um 4 punkta í litlum viðskiptum en krafa annarra íbúðabréfa breyttist minna.