Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 4,0% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 5,25%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga lækka í 5,5% og daglánavextir í 7,0%.

Þetta er ívið meiri vaxtalækkun en spáð var af þeim sem starfa í fjármálageiranum. Ekki var búist við mikilli lækkun núna meðal annars vegna þess að peningastefnunefnd ákvað að lækka vexti Seðlabankans um 0,75 prósentur á síðasta fundi sínum. Til dæmis spáði greiningardeild Arion banka að Seðlabankinn myndi lækka vexti um 0,5 prósentur. Gagnrýnin hefur verið í þá átt að vaxtalækkunin hafi ekki verið nógu hröð miðað við ýmsa hagvísa og haldið aftur af efnahagsbatanum.

„Jafnframt liggur því fyrir að töluvert rúm er fyrir frekari vaxtalækkanir og raunar má nú fella dóm um að það hafi verið mistök hjá Seðlabankanum að hafa ekki lækkað vexti hraðar miðað við hvað samdrátturinn virðist ætla að vera mikill,“ sagði markaðspunktum greiningardeildar Arion banka.