Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að breyta ekki stýrivöxtum sínum og verða þeir því áfram 13,75%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Samkvæmt áður birtri áætlun verður næsta reglulega ákvörðun bankastjórnar Seðlabanka Íslands um stýrivexti birt fimmtudaginn 10. apríl 2008.

Síðasta vaxtaákvörðun var tekin á aukalegum vaxtaákvörðunardegi þann 20. desember sl. og þá var ákveðið að vextir yrðu óbreyttir, 13,75%. Vextir voru hækkaðir í byrjun nóvember í fyrra, úr 13,3% í 13,75%, en höfðu þá verið óbreyttir í tæpt ár.