Seðlabankinn hefur sent frá sér tilkynningu þar sem hann segist hafa í raun hafa átt sáralítil viðskipti á gjaldeyrismarkaði síðan millibankamarkaður var endurvakin.

Eftir að millibankamarkaður með gjaldeyri var endurvakinn 3. desember sl. hefur dregið mjög úr gjaldeyrisviðskiptum Seðlabankans.

Tímabilið 4. til 31. desember seldi Seðlabankinn 12,6 milljónir evra og fékk til sín 1,5 milljónir evra. Nettósala gjaldeyris nam því 11,1 milljón evra. Stærstur hluti þessa, eða 10,8 milljónir evra, stafaði af vöxtum ríkisbréfa, í eigu erlendra aðila, sem leyft er að skipta í gjaldeyri. Seðlabankinn átti því í raun sáralítil viðskipti á gjaldeyrismarkaði á framangreindu tímabili segir í frétt Seðlabankans.