Seðlabanki Íslands hefur gefið út nýjar reglur um gjaldeyrismál sem meðal annars mæla fyrir um lækkun á hámarksfjárhæð heimildar til kaupa á erlendum gjaldeyri í reiðufé vegna ferðalaga, sem breytist nánar tiltekið úr 500.000 krónum í hverjum almanaksmánuði í 350.000 krónur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum en Viðskiptablaðið greindi frá þessu í gærmorgun.

Í tilkynningunni frá Seðlabankanum segir að reglur um gjaldeyrismál skuli endurskoðaðar á sex mánaða fresti. Nýju reglurnar taka gildi í dag, 30. apríl 2010.

Fram kemur að þær breytingar sem hafa verið gerðar á eldri reglum fela að mestu í sér orðlagsbreytingar til að tryggja samræmi í skýringu og túlkun þeirra. Þá mæla þær Jafnframt hefur verið gerð breyting á sérstökum undanþágum til að taka af allan vafa um ólögmæti svokallaðra aflandsviðskipta.