Lækkandi olíuverð mun styrkja baráttuna við olíuverð, og því ætti Seðlabanki Bandaríkjanna að sýna aukna þolinmæði í hagstjórn sinni. Bankastjóri Seðlabanka Minneapolis, Gary Stern, sagði þetta í dag, en Reuters segir frá þessu.

„Mín skoðun er sú að það mun borga sig að fara varlega í stýrivaxtabreytingar á þessum tímapunkti,” segir Gary Stern.

Stern sagði jafnframt að ástandið í dag minnti á aðstæður árla tíunda áratugarins, þegar lánsfjárþurrð hamlaði vexti hagkerfisins þar í landi í 2-3 ár. Hann gaf til kynna að hagkerfið væri nú í svipuðu ástandi, þar sem útlánastofnanir stigu varlega til jarðar sökum ótta við frekari afskriftir vegna undirmálslána.

Hagstjórnaraðilar munu án efa sjá blendin merki þegar hagkerfið tekur að vaxa á ný á eðlilegan hátt. Mikilvægt sé að geta haft skjót viðbrögð ef verðbólguhorfur versna snarlega.

Lægra orkuverð mun gera Seðlabankanum auðveldara að halda vöxtum lágum í nokkurn tíma, segir Stern. Seðlabankinn ákvað nánast samhljóða þann 5. ágúst síðastliðinn að halda stýrivöxtum óbreyttum í 2%.