Á fréttamannafundi Seðlabankans nú fyrir hádegi kom fram að bankinn treystir sér til að fullyrt að verðbólguhorfur til lengri tíma hafi breyst að marki frá því í nóvember. "Óvissa er þó mun meiri en áður, ekki síst um áhrif versnandi fjármálaskilyrða, bæði minna framboðs lánsfjár og hærra vaxtaálags, á framvindu eftirspurnar og verðbólgu. Til lengri tíma ræðst verðbólguþróunin einkum af samspili gengis­þróunar og framleiðsluspennu. Seðlabankinn mun fylgjast mjög grannt með framvindu efnahagsvísbendinga á komandi vikum, ekki síst vís­bendingum um áhrif slakari fjármálaskilyrða á útlán og eftirspurn," segir í frétt bankans. Í máli Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra á fréttamannafundinum kom fram að það er skoðun bankans að ekki sé tilefni til að hverfa frá nóvemberspá bankans.

Seðlabankinn telur sem fyrr er það afar brýnt fyrir afkomu og efnahag heimila og fyrir­tækja að hemja verðbólgu og ná tökum á verðbólguvæntingum.