Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir bankans skuli vera óbreyttir. Þeir verða áfram 13,30% . Í Peningamálum sem bankinn birtir á heimasíðu sinni eftir kl. 11 í dag eru færð rök fyrir ákvörðun bankastjórnar. Greining Glitnis segir að ákvörðunin sé í samræmi við væntingar á markaði og spá þeirra. Gengi krónu hefur enda lítið breyst það sem af er degi.


Næsta ákvörðun bankastjórnar um stýrivexti verður tilkynnt fimmtudaginn 6. september n.k.

Stýrivextir Seðlabankans eru nú og verða framvegis settir fram sem nafnvextir í stað ávöxtunar áður; 13,3% nafnvextir samsvara 14,25% ársávöxtun reglulegra veðlána Seðlabankans.