Frá því að breytingar voru gerðar á lögum um gjaldeyrisviðskipti hefur Seðlabanki Íslands tilkynnt um 28 mál er varða meint brot á lögum um gjaldeyrisviðskipti til Fjármálaeftirlitsins, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum. Níu af þessum 28 málum voru kærð til lögreglu og 19 komu aftur til Seðlabankans til frekari meðferðar.

Frá því að lög nr. 78/2010, um breytingu á lögum um gjaldeyrismál og tollalögum, tóku gildi 30. júní 2010, en með þeim fékk Seðlabanki Íslands heimild til að kæra til lögreglu meint brot á lögum um gjaldeyrismál og reglum settum á grundvelli þeirra, hefur bankinn kært fjögur mál til lögreglunnar.