Seðlabanki Íslands útskýrir á vef sínum í dag hvernig greiðslur milli landa eiga sér stað í þeim tilvikum þegar þær fara um Seðlabanka Íslands.

„Að tala um að greiðsla í erlendri mynt sé send til Íslands er að vissu leyti villandi. Greiðslur í GBP fara í raun aldrei út úr greiðslukerfum Bretlands,“ segir á vef Seðlabankans.

„Sama á við um DKK og Danmörku, EUR og Evrulönd og svo framvegis. Það sem gerist er að greiðslan er lögð inn á reikning íslensks banka í breskum banka í Lundúnum. Á grundvelli upplýsinga um þessa innlögn greiðir íslenski bankinn endanlegum móttakanda.“

Sjá nánar á vef Seðlabankans.