Hlutur Landsbankans í Bláa Lóninu var seldur án auglýsingar. SpKef sem fór inn í Landsbankann við sameiningu eignaðist fjórðungshlut í Bláa Lóninu sem félag Bláa Lónsins keypti síðan aftur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Huturinn var ekki auglýstur í opnu söluferli og verðið ekki gefið upp.. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, segir hluthafa og félagið sjálft hafa átt kauprétt að þessum hlut sem SpKef eignaðist á sínum tíma.

Grímur segist jafnframt ekki muna hvað var greitt fyrir hlutinn.