*

sunnudagur, 18. apríl 2021
Innlent 4. mars 2021 08:40

Seldi fyrir 4,5 milljarða í Arion

Taconic Capital, stærsti hluthafi Arion, hefur selt um 12% hlut í bankanum í ár fyrir rúmlega 21,5 milljarða króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital seldi 2,16% hlut í Arion banka í síðustu viku, miðað við uppfærðan hluthafalista bankans. Alls seldi vogunarsjóðurinn 37,4 milljónir hluti í bankanum og því nam salan rúmlega 4,5 milljörðum króna ef miðað er við lokagengi Arion á föstudaginn síðasta. 

Taconic hafði fyrir selt um 10% hlut í bankanum fyrir samtals 17 miljarða króna á undanförnum vikum. Við uppfærðan hluthafalista er ljóst að vogunarsjóðurinn hafi selt um 12% hlut fyrir rúmlega 21,5 milljarða króna í Arion í fjórum lotum í ár. Taconic er þó enn stærsti hluthafi bankans, með 10,95% hlut en sjóðurinn átti nærri fjórðungshlut í bankanum síðasta sumar. 

Vogunarsjóðurinn Sculptor Capital Management, áður Och-Ziff Captial, hefur nýlega selt allan hlut sinn í Arion. Sculptor var í fyrra næst stærsti hluthafi Arion með liðlega 10% hlut. Scultpor seldi í Arion fyrir samanlagt um 16 milljarða króna frá því í byrjun desember á síðasta ári.