*

laugardagur, 25. september 2021
Innlent 3. ágúst 2021 15:47

Seldi fyrir milljarð í Skeljungi

Festa lífeyrissjóður seldi 4,99% hlut í Skeljungi fyrir um 1.063 milljónir króna.

Ritstjórn
Hjónin Ingibjörg Pálmadóttir, stærsti eigandi Strengs, og Jón Ásgeir Jóahnnesson, stjórnarformaður Skeljungs.
Eggert Jóhannesson

Festa lífeyrissjóður seldi í dag hlutabréf í Skeljungi fyrir 1.063 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallarinnar

Festa seldi um 96,6 milljónir hluta á genginu 11 krónur, sem var 0,3 krónum yfir gengi síðasta viðskiptadags kauphallarinnar. Strengur er enn sem áður stærsti hluthafi Skeljungs með 50,06% hlut. Þar á eftir kemur Gildi lífeyrissjóður með 10,34% hlut og Frjálsi lífeyrissjóðurinn með 8,44% hlut.

Sjá einnig: Strengur eignast meirihluta í Skeljungi

Eftir söluna á Festa um 0,2% hlut í Skeljungi en átti áður um 5,19% hlut í félaginu og seldi því um 4,99% hlut. Samkvæmt lögum 108/2007 um verðbréfaviðskipti var Festu gert að tilkynna um viðskiptin þar sem félagið fór undir 5% hlut.

Þar sem engin flöggun barst frá kaupanda er hægt að leiða líkur að því að kaupandinn hafi ekki áður verið í eigendahópi félagsins eða að Strengur hafi keypt hlutinn en engin flöggunarskylda er á milli breytingar á eignarhluti á milli 50 og 66,66 prósenta.

Stikkorð: Skeljungur