Pétur Einarsson, fyrrverandi forstjóri Straums - fjárfestingarbanka, seldi 6% eignarhlut sinn í ALMC, móðurfélagi bankans, eftir að hann hætti hjá bankanum. Fram kemur í Morgunblaðinu í dag að kaupandi hlutarins sé félagið Jakás ehf, eignarhaldsfélag í eigu Jakobs Ásmundssonar, sem tók við af Pétri, og annarra lykilstarfsmanna. Jakás á 9% hlut í ALMC en aðrir starfsmenn minna en 6,5%.

Pétur hætti hjá Straumi í febrúar á þessu ári í kjölfar þess að bresk yfirvöld bönnuðu honum að sitja í stjórnum fyrirtækja í Bretlandi í fimm ár vegna skattaundanskota þar í landi.

Pétur keypti hlut sinn í ALMC fyrir lok árs 2012 og átti í febrúar ásamt öðrum lykilstarfsmönnum Straums 30% hlut í bankanum um síðustu áramót. Fram kemur í ársuppgjöri Straums að virði hlutabréfa Péturs hafi numið rúmum 71,6 milljónum króna að nafnvirði. Pétur hefur sagt í fjölmiðlum það jákvætt að íslenskir starfsmenn eigi hlut í fyrirtækinu enda þar tvinnaðir saman hagsmunir þeirra og eigandans, ALMC.