Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri Amazon seldi fyrir helgi hlutabréf í félaginu fyrir andvirði 990 milljóna dala, svo heildarsala hans á bréfum í vikunni nam 2,8 milljörðum dala.

Það samsvarar á gengi dagsins í dag um 344 milljörðum íslenskra króna. Jeff Bezos er ríkasti maður heims með eignir yfir 131 milljarði dala samkvæmt nýjasta lista Forbes tímaritsins.

Það ætti að horfa þó til breytinga fyrir næstu útgáfu listans, eftir hans við eiginkonu hans til 25 ára MacKenzie Bezos, sem nú heldur um andvirði 37 milljarða dala í hlutabréfum í Amazon. Bezos hefur áður sagt að hann hyggist selja bréf að andvirði um 1 milljarð dala á ári til að fjármagna uppbyggingu eldflaugafyrirtækis síns Blue Origin.