Lífsverk lífeyrissjóður seldi í gær tíu milljónir hluta í Eik fasteignafélagi en eftir viðskiptin á lífeyrissjóðurinn ríflega 164 milljónir hluta í félaginu, eða um 4,8%. Atkvæðisréttur lífeyrissjóðsins fór með sölunni undir 5% og flöggunartilkynning gefin út eftir því.

Nokkrum mínútum fyrr barst flöggunartilkynning vegna kaupa lífeyrissjóðsins í sjávarútvegsfyrirtækinu Iceland Seafood (IS), en sjóðurinn bætti þar við sig 23 milljónum hluta og á Lífsverk tæplega 151 milljón hluti í IS eftir viðskiptin, eða um 5,6%.

Gengi bréfa IS lækkaði um 1,3% í viðskiptum gærdagsins á markaði, en árshækkun bréfanna nemur um 29,5%.

Gengi bréfa Eikar hækkaði hins vegar lítillega í viðskiptum gærdagsins, eða um 0,15%. Árshækkun bréfanna nemur um 17,2%.