Seðlabanki Íslands seldi lífeyrissjóðunum mun meira af íbúðabréfum en bankinn fékk þegar hann keypti safn íslenskra skuldabréfa af Evrópska seðlabankanum í Lúxemborg í lok síðasta mánaðar. Lífeyrissjóðirnir keyptu íbúðabréf af Seðlabankanum fyrir 90,2 milljarða að nafnverði. Í eignasafni Avens B.V., sem Seðlabankinn keypti, voru samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins íbúðabréf að verðmæti um 57 milljarða króna að nafnverði en heildarverðmæti lánapakkans sem SÍ keypti var 120 milljarðar króna. Það þýðir þá að Seðlabankinn hefur væntanlega selt lífeyrissjóðunum íbúðabréf fyrir liðlega 30 milljarða króna umfram það sem hann keypti sjálfur af Seðlabankanum í Lúxemborg, þ.e. íbúðabréf sem Seðlabankinn átti fyrir í sinni eigu. Avens var á sínum tíma stofnað af Landsbankanum eftir að þrengja fór að lánamöguleikum íslensku bankanna 2008 en markmiðið að eiga veðlánaviðskipti við seðlabankann í Lúxemborg og komast þannig yfir lausafé í evrum.

- Nánar í Viðskiptablaðinu