Kanadíska hugbúnaðarfyrirtækið Lulu Software hefur keypt fyrirtækið Doc2Pdf Limited af Hallgrími Th. Björnssyni. Fyrirtækið veitir m.a. þjónustu við að breyta doc-skjölum í pdf-skjöl á netinu á nokkrum vefsíðum á borð við doc2pdf.net.

Vefsíðurnar eru fjórar og fer öll þjónusta fyrirtækisins fram á netinu. Hallgrímur segir í samtali við Viðskiptablaðið að söluverðið sé trúnaðarmál, en segir þó að um sé að ræða umtalsverðar fjárhæðir. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins hleypur söluverðið á tugum milljónum króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Á meðal efnis í blaðinu er:

  • Ávöxtunin er mest á hlutabréfamarkaði á fimmtu- og föstudögum
  • Stórfjárfestar ráðast í hestaferðamennsku
  • Ferðamannastraumurinn hefur ekki styrkt krónuna
  • Rannveig Rist upplifir sitt fyrsta tapár hjá álverinu í Straumsvík
  • Umboðsmaður Alþingis gerir athugasemdir við gjaldheimtu FME
  • Auður Capital fer óhefðbundnar leiðir í rekstri framtakssjóða
  • OECD slær blíðari tón en áður í nýrri skýrslu um Ísland en segir þó að enn megi margt bæta
  • Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, ræðir í ítarlegu viðtali um laun leikmanna, markmið félagsins og hugmyndir sínar um ívilnanir fyrir íþróttafélög
  • Hvar er hagstæðast að kaupa gaskútinn?
  • Nærmynd af Guðjóni Auðunssyni, forstjóra Reita
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni skrifar um Íbúðalánasjóðsskýrsluna
  • Óðinn skrifar um Alþjóðlega greiðslumiðlunarbankann
  • Þá eru í blaðinu myndasíður, pistlar, lífið eftir vinnu, og margt, margt fleira