Stærsta bílauppboðshús í heimi, RM Auctions, hélt í Mónakó um helgina eitt rosalegasta bílauppboð sem menn muna eftir. Alls voru bílar seldir fyrir um 33,5 milljónir evra, eða sem samsvarar um 5,5 milljörðum íslenskra króna.

Dýrasti bíllinn sem seldist á uppboðinu var Ferrari 625 TRC Spider sem er árgerð 1957. Hann var sleginn á rúmlega 5 milljónir evra, eða sem samsvarar um 814 milljónum íslenskra króna. Þess ber að geta að þrír dýrustu bílarnir á uppboðinu var allir frá Ferrari.