*

þriðjudagur, 21. september 2021
Erlent 28. júlí 2021 14:55

Seldu bóluefni fyrir 8 milljarða dollara

Pfizer seldi bóluefni fyrir 7,8 milljarða dollara á síðasta fjórðungi og gerir ráð fyrir að selja bóluefni fyrir 33,5 milljarða.

Ritstjórn
Bóluefni Pfizer gegn veirunni.
epa

Bandaríski lyfjarisinn Pfizer seldi Covid-19 bóluefni fyrir um 7,8 milljarða dala, um 980 milljarðar króna, á öðrum fjórðungi ársins. CNBC greinir frá.

Upphafleg spá fyrirtækisins gerði ráð fyrir 26 milljarða dollara sölu á bóluefni en hún hefur nú verið hækkuð í 33,5 milljarða dollara í kjölfar uppgangs Delta afbrigðisins og vangavelta um þörf á þriðju sprautu. Félagið hefur nú þegar afhent um milljarð skammta af bóluefninu. 

Tekjur félagsins á fjórðungnum námu í heildina 19 milljörðum og hagnaður á hlut var um 1,07 dalur á hlut, 10 sentum fram yfir það sem búist var við. Þá er gert ráð fyrir að heildartekjur á árinu verði um 78 til 80 milljarðar dala en gert var ráð fyrir tekjum fyrir um 70,5 til 72,5 milljarða.

Félagið hefur hækkað um 4,3% undanfarna fimm daga á hlutabréfamarkaði og um 16% á ársgrundvelli.

Stikkorð: Pfizer