Áskriftir upp á um 774 millj­ónir króna voru ekki greidd­ar af hálfu tilboðsgjafa í út­boði HB Granda í síðasta mánuði sem var í umsjón Arion banka.

Þrír hluthafar, bankinn sjálfur, Vogun hf. og Fiskveiðihlutafélagið Ven­us hf., ætluðu samtals að selja 27% hlut í félaginu í útboðinu. Miðað við hluthafalista sem birtur var eftir að bréfin voru tekin til við­skipta í kauphöll má sjá að hluthaf­arnir þrír seldu ekki 27% heldur 25,4% í útboðinu. Samtals voru því hlutir að andvirði um 12,8 millj­arðar seldir í útboðinu en ekki 13,6 milljarðar.

Um 5,7% andvirðis allra áskrifta innheimtust því ekki þeg­ar greiðsluseðlar vegna þeirra voru sendir út.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .