Flugvélaframleiðendurnir Airbus og Boeing fengu pantanir fyrir meira en 75 milljarði dala í dag á flugsýningu í Dubai en það samsvarar 7.700 milljörðum króna. Sér í lagi var mikil eftirspurn lággjaldaflugfélaga eftir vél með einum gangvegi.

Airbus nældi sér í einn stærsta samning sem hefur verið gerður um flugvélakaup sögunnar þegar félagið náði saman við flugfélög tengd Indigo Partners um sölu á 430 flugvélum. Indigo er þekktast fyrir að hafa gert flugfélagið Spirit að ofur-lággjaldaflugfélagið áður en þeir seldu hlut sinn í Spirit. Samningurinn er að heildarverðmæti 49,5 milljarðir dala áður en tekið er tillit til afslátta sem geta þó verið allt að 50% eða hærri.

Þá seldi Boeing 225 vélar af gerðinni 737 Max til flugfélagsins Flydubai en heildarverðmæti samningsins er um 27 milljarðir dala miðað við listaverð.