Aldrei hafa verk selst fyrir jafnháa fjárhæð og á listaverkauppboði Christie's í dag. Til sölu voru listaverk frá eftirstríðsárunum og samtímalist. Þáttakendur á uppboðinu komu að frá 43 mismunandi löndum.

Dýrustu verkin voru Triple Elvis eftir Andy Warhol sem seldist á 81,9 milljónir dala, jafnvirði rúmra tíu milljarða og þar á eftir kom Four Marlons eftir sama höfund, en það seldist á 69,6 milljónir dala. Heildarverðmæti seldra verka voru 852,9 bandaríkjadalir, sem er jafnvirði tæplega 106 milljarða króna. Uppboðið var haldið í New York.

Til vitnis um mikinn áhuga á list

„Þetta er merkilegt augnablik í listasögunni. Niðurstöður kvöldsins bera áhuga á listinni um allan heim glöggt vitni, og jafnframt hæfileikum starfsfólks Christie's," segir Steven Murphy, framkvæmdastjóri Christie's. „Það má vera að uppboðið hafi getið af sér mjög aðlaðandi upphæðir, en metaðsókn að listasöfnum og metsala hjá Christie's í öllum heimsálfum, sviðum og verðflokkum sannar að það að njóta listarinnar er orðið að almennu áhugamáli nú til dags," bætir hann við.