Tekjur raftækjaverslunarinnar Heimilistækja námu 3 milljörðum króna í fyrra og jukust um 7% milli ára. Rekstrargjöld námu 2,8 milljörðum og jukust um 9%. Hagnaður nam rúmum 176 milljónum og jókst um 45% milli ára.

Um mitt ár í fyrra var félaginu skipt í tvö félög og vegna þess drógust eignir saman um 41% og námu tæpum 1,1 milljarði og eigið fé dróst saman um 46% og nam tæpum 407 milljónum. Eiginfjárhlutfall var því 37%.

150 milljónir króna voru greiddar í arð á árinu 2017.