Hallbjörn Karlsson, Árni Hauksson og Sigurbjörn Þorkelsson seldu 4,7% hlut í VÍS dagana fyrir hluthafafund félagsins þar sem Hallbjörn var kjörinn stjórnarformaður. Þeir eiga nú 5,2% hlut í VÍS í gegnum félag sitt Hagamel ehf. en þeir áttu áður 9,9% hlut sem þeir fengu eftir útboð á hlutum VÍS. Mun flóknara hefði verið að selja hlutinn eftir hluthafafundinn þar sem Hallbjörn hefði þá flokkast sem fruminnherji.

Of stór staða

„Þetta hefur meira með okkar efna-hagsreikning að gera heldur en VÍS. Þetta var aðeins stærri hlut-ur en við ætluðum okkur að fá," segir Hallbjörn í samtali við Við-skiptablaðið um 9,9% hlutinn sem þeir fengu í VÍS útboðinu. Hann segir flesta þá sem studdu hann í stjórnarformannskjörinu hafa ver-ið meðvitaða um sölu. „Tímasetn-ingin gat ekki verið neitt öðruvísi. Það var hlutafjárútboð og við fáum stærri hlut en við ætluðum okkur að halda á. Það er bara eins og með öll hlutabréf, þú getur keypt og selt þegar þú vilt. Þetta var bara aðeins of stór staða fyrir okkur að okkar mati," segir Hallbjörn aðspurður út í tímasetninguna á sölunni. 

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.