Veitingastaðurinn Fjöruborðið, sem er á Stokkseyri, hagnaðist um 16 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 19 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur veitingastaðarins námu rétt rúmlega 257 milljónum króna samanborið við 285 milljónir króna árið áður. Rekstrargjöld námu 223 milljónum króna samanborið við 244 milljónir króna árið áður. Eignir félagsins námu 132 milljónum króna um síðustu áramót og eigið fé nam um 36 milljónum króna.

Laun og launatengd gjöld til starfsmanna námu 114 milljónum króna, en stöðugildi voru 22 á árinu 2018. Pétur Viðar Kristjánsson er framkvæmdastjóri Fjöruborðsins, en hann á jafnframt 50% hlut í veitingastaðnum. Hinn eigandi veitingastaðarins, Eiríkur Þór Eiríksson, á jafn stóran hlut.