*

þriðjudagur, 25. júní 2019
Innlent 22. apríl 2018 13:33

Seldu kjöt fyrir 738 milljónir

Kjötkompaníið, sem rekur sérverslanir með kjöt, hagnaðist um ríflega 16 milljónir í fyrra.

Ritstjórn
Jón Örn Stefánsson er eigandi Kjötkompanísins.
Aðsend mynd

Kjötkompaníið ehf. hagnaðist um 16,2 milljónir króna í fyrra, sem þýðir að hagnaðurinn nánast tvöfaldaðist á milli ára því árið 2016 nam hann 8,9 milljónum. Kjötkompaníið rekur tvær sérverslanir með kjöt, annars vegar í Dalshrauni í Hafnarfirði og hins vegar við Grandagarð í Reykjavík. Jón Örn Stefánsson er eigandi fyrirtækisins.

Kjötkompaníið seldi vörur og þjónustu fyrir  738 milljónir króna í fyrra samanbarið við 579 milljónir árið 2016. Eignir félagsins námu 232 milljónum króna um síðustu áramót en 140 milljónum árið áður. Skuldirnar hækka úr 138 milljónum í 214 á milli ára. Eigiðfé hækkar töluvert. Árið 2016 nam það 2,4 milljónum en í fyrra 18,5.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is